Umhverfisstefna
Umhverfismál skipta Mennska ráðgjöf og starfsfólk hennar miklu máli. Við skiljum að við eigum allt undir því að jörðin sé byggileg og við skiljum þátt okkar í því að halda henni þannig.
Hér má sjá umhverfisstefnu Mennskrar.
Mennsk ráðgjöf slf. leggur sitt af mörkum í þágu sjálfbærrar þróunar. Sjónarmið sjálfbærni og umhverfis ná til allrar starfsemi Mennskrar ráðgjafar.
Starfsfólk fyrirtækisins tileinkar sér þessi sjónarmið og sér um að fylgja eftir sem og að leita leiða til að betrumbæta starfsemina og þróa hana til framtíðar.
Með því vill félagið
-
efla umhverfisvitund starfsfólks
-
endurnýta, endurvinna og farga á viðeigandi hátt
-
halda orkunotkun í lágmarki og draga úr mengun
-
að innkaup fyrirtækisins taki mið af umhverfissjónarmiðum þar sem því verður við komið
Óskir þú eftir því að nýta þér einhver af réttindum þínum eða hafir þú athugasemdir við umhverfisstefnu þessa getur þú haft samband við okkur með tölvupósti á samband@mennsk.is