Vinnsla persónuupplýsinga hjá Mennskri ráðgjöf
Í okkar störfum erum við í samskiptum við mikið af fólki. Sumt af þessu fólki treystir okkur fyrir upplýsingum sem við síðan nýtum í verkefnunum sem við vinnum með okkar viðskiptavinum.
Við viljum standa undir þessu trausti.
Hér má sjá persónuverndarstefnu Mennskrar.
Mennsk ráðgjöf vinnur með persónuupplýsingar til að geta veitt þjónustu og átt samskipti við fyrirtæki og viðskiptavini þeirra, þar á meðal í þeim tilgangi að veita persónubundna ráðgjöf og þjónustu. Unnið er með persónuupplýsingar í eftirfarandi tilgangi:
Þjónustuveiting
Mennsk ráðgjöf veitir ýmsa ráðgjöf sem hefur þann tilgang að hjálpa viðskiptavinum að endurskoða ferla viðskiptavina, skilgreina hvernig veita skuli þjónustu og að auki skilvirkni þjónustu og samræma hana við þarfir og hæfni notenda.
Til þess að Mennskri ráðgjöf er kleift að veita slíka ráðgjöf eru tekin viðtöl við starfsmenn viðskiptavina og svo notendur. Við undirbúning á viðtölum er tekinn saman þátttakendalisti sem hefur að geyma upplýsingar um hverjum var boðin þátttaka, hvenær boð var sent og svo aðrar lýðfræðilegar upplýsingar um þátttakandann. Allar upplýsingar sem eru skráðar eru fengnar frá starfsmönnum viðskiptavina og frá notendum að fengnu samþykki þeirra. Upplýsingum úr viðtölunum er safnað saman og persónugreinanleg atriði tekin út áður en unnið er úr niðurstöðunum. Eftir að verkefni lýkur er viðeigandi skrám eytt.
Heimasíða – sambandsform
Á heimasíðu Mennskrar ráðgjafar (www.mennsk.is) er hægt að hafa samband við fyrirtækið með því að fylla út upplýsingar í sérstöku sambandsformi neðst á forsíðu heimasíðunnar. Þegar haft er samband í gegnum formið er gefið upp nafn, netfang og fyrirspurn sett fram. Mennsk ráðgjöf heitir fullum trúnaði um allar upplýsingar sem þannig er aflað.
Upplýsingar sem safnað er í tengslum við þetta sambandsform eru einungis nýttar til þess að svara þeim fyrirspurnum sem berast og að veita viðeigandi þjónustu.
Tölvupóstsamskipti
Mennsk ráðgjöf notar tölvupóst til að eiga í samskiptum við viðskiptavini sína og aðra notendur. Þar er haldið utan um mikilvægar upplýsingar um aðila, svo sem netfangið hans og nafn til þess að hægt sé að veita persónubundna þjónustu til hvers og eins. Mennsk ráðgjöf heitir fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem haldið er utan um í þessum tilgangi.
Vinnsluaðilar, miðlun og upplýsingar hjá Mennskri ráðgjöf
Mennsk ráðgjöf gerir kröfur til vinnsluaðila sína að þeir fari að lögum um persónuvernd og gerir vinnslusamninga við þá sem vinna persónuupplýsingar fyrir hönd félagsins. Leitast er við að vinnsla persónuupplýsinga fari fram innan EES-svæðisins, en í þeim tilvikum þegar vinnsla fer fram í Bandaríkjunum er leitast við að nýta vinnsluaðila sem hafa skuldbundið sig til að framfylgja Evrópureglum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, s.s. með stöðluðum samningsskilmálum sem samþykktir hafa verið af ESB.
Mennsk ráðgjöf miðlar ekki persónuupplýsingum til þriðja aðila nema þess sé krafist samkvæmt lögum, eða dómsúrskurði.
Meðhöndlun gagna
Mennsk ráðgjöf heitir fullum trúnaði um öll þau gögn og upplýsingar sem þau fá í hendurnar.
Persónugreinanlegar upplýsingar eru fjarlægðar eins og unnt er og eins fljótlega og hægt er meðan á vinnslu þeirra stendur. Þegar verkefni lýkur er öllum viðeigandi gögnum eytt eins fljótt og hægt er en þó ekki seinna en 6 mánuðum eftir verkefnalok.
Þín réttindi
Þú átt rétt á því að fá upplýsingar um hvaða persónuupplýsingar Mennsk ráðgjöf býr yfir um þig og afrit af þeim gögnum.
Þú getur einnig átt rétt á að persónuupplýsingum um þig sé eytt, þær leiðréttar og vinnsla þeirra takmörkuð, ásamt því að andmæla vinnslu. Þá getur þú átt rétt á því að gögn um þig séu flutt til annars ábyrgðaraðila á tövlulesanlegu formi. Rétt er að benda á að þessi réttindi eru takmörkuð og eiga ekki við allar persónuupplýsingar eða í öllum tilvikum.
Þú getur lagt fram kvörtun hjá Persónuvernd teljir þú að vinnsla Mennskrar ráðgjafar á persónuupplýsingum sé ekki í samræmi við lög.
Óskir þú eftir því að nýta þér einhver af réttindum þínum eða hafir þú athugasemdir við meðhöndlun persónuupplýsinga getur þú haft samband við okkur með tölvupósti á samband@mennsk.is