Þjónusta
& ráðgjöf
Öll okkar þjónusta byggir á samstarfi. Við höfum ekki þann háttinn á að birtast og draga fram lausnir upp úr hatti eins og á galdrasýningu.
Lausnir sem virka byggja á samstarfi, samvinnu og samsköpun okkar, viðskiptavina okkar og viðskiptavina þeirra.
Við mætum með tólin og reynsluna. Þið mætið með þekkinguna á ykkar fyrirtæki, viðskiptavinum, tækifærum og áskorunum.
Þjónustuhönnun
(Service Design)
Við þjónustuhönnun nýtum við ýmis tól hönnunar, til dæmis persónur (personas), vegferðir (journey maps), samkenndaræfingar (eins og til dæmis empathy map), og fleira sem við vinnum með teyminu sem ætlar að útfæra þjónustuna. Þessi samvinna er lykill að því að þær hugmyndir og hugmyndafræði sem liggur að baki hönnuninni skili sér alla leið til notenda. Enda eru notendarannsóknir kjarninn í allri þjónustuhönnun.
Þjónustuhönnun snýst iðulega um að skilgreina hvernig skal veita þjónustu en oft hún einnig nýtt til stafrænnar stefnumótunnar.
Meira um þjónustuhönnun:
https://en.wikipedia.org/wiki/Service_design
Notendarannsóknir (user research)
Mótandi (formative) notendarannsóknir eru gerðar mjög opnar (oft á viðtalsformi eða með því að fylgjast með notendum í sínu kjörumhverfi). Þær draga fram núningspunkta sem notendur upplifa og hvernig er best að nálgast lausnir.
Metandi (evaluative) notendarannsóknir snúast um að skilja hvort að hönnun og þjónusta hafi náð markmiði sínu og skapað virði fyrir notandann, þar er algengt að leggja fyrir nytsemispróf eða skoða óbein gögn um notkun (til dæmis vefmælingar).
Meira um notendarannsóknir:
Upplifunarhönnun
(experience design)
Meðan þjónustuhönnun markar stefnu um hvað og hverjir þurfi að koma að því að skapa heildræna upplifun þá snýst upplifunarhönnun um það hvernig þeirri þjónustu er stillt fram. Hvernig flæðir notandi í gegnum viðmót, hvernig tölum við til hans, hvernig myndmál notum við og svo framvegis. Hérna erum við komin nær viðmótshönnuninni þar sem hvers skref í samskiptum er hannað.
Meira um upplifunarhönnun:
Vinnustofur
Þjónustu- og upplifunarhönnun er samsköpun (co-creation).
Það þýðir að mikið af vinnunni fer fram í vinnustofum þar sem hagsmunaðilar hittast, deila ólíkum sjónarhornum og ná vinna saman að hugmynd um stefnu eða lausn. Á þennan hátt má á undra skömmum tíma taka ákvarðanir og fá um þær sátt. Þessi nálgun hjálpar einnig mikið til með útfærslu og framkvæmd þeirra atriða sem ákveðin eru með því að tryggja að allir komi að borðinu og fái að deila skoðunum.
Magga Dóra hefur áralanga reynslu af því að stýra vinnustofum, stórum sem smáum.
Kennsla & þjálfun
Það getur verið mjög verðmætt að fá nýja innsýn í hlutina í gegnum augu ráðgjafa en siðan er viðeigandi að teymin taki sjálf boltann og hlaupi með hann. Þess vegna er gagnlegt að auka við þekkingu og hæfni teymanna í þjónustu- og upplifunarhönnun. Þjálfunin er sniðin að þörfum og stöðu teymanna.
Magga Dóra hefur kennt á háskólastigi um árabil, haldið kennsluvinnustofur á ráðstefnum og sérsniðar þjálfun hjá stórfyrirtækjum.
Greining
Eins mikilvægt og það er að leysa vandamál rétt er það ennþá mikilvægara að leysa rétt vandamál.
Einn af grundvallarútgangspunktum hönnunarhugsunar er að skilja vandann sem leysa skal. Með því að kortleggja viðhorf þjónustuþega, hagaðila og annarra sem að vöruþróuninni eða ferlinum koma má betur skilja í hverju möguleg lausn getur verið fólgin.