Þjónusta
Mennsk ráðgjöf nálgast öll verkefni út frá sjónarhóli þess sem mun verða fyrir áhrifum tækninnar. Við leggjum okkur fram við að skilja hver þörfin er og móta lausnina þannig að hún skapi sem mest virði svo tekið verði á móti henni opnum örmum. Þannig minnkum við gríðarlega sóun í tæknilegri uppbyggingu og innleiðingu.
Þjónustuhönnun
(service design)
Til að geta boðið upp á samfellda þjónustuupplifun út frá viðskiptavinum er mikilvægt að stilla saman strengi innan fyrirtækis þannig að allir séu að vinna að sama markmiði.
Vinnustofur
Þjónustu- og upplifunarhönnun er samsköpun (co-creation).
Notendarannsóknir
(user research)
Besta uppsprettan að því hvaða þjónusta nær árangri eru þjónustuþegarnir. Hvað eru þeir að glíma við? Hvað færir þeim virði? Hvernig?
Kennsla/þjálfun
Fyrir teymi sem vilja taka boltann og hlaupa með hann.
Upplifunarhönnun (experience design)
Hönnunarhugsun (design thinking) er aðferðafræði sem við notum sem nýtir tól og tæki hönnunar til að mæta þörfum viðskiptavina.
Greining
Að skilja hver þörfin er og hvaða virði má bjóða áður en hlaupið er af stað.
Magga Dóra
Stafrænn hönnunarleiðtogi
Magga Dóra er með bakgrunn í sálfræði og tölvunarfræði og hefur unnið við stafræna þróun frá því fyrir aldamót. Eftir að hafa leitt stafræna þjónustu og innri viðmót hjá Símanum réð hún sig til starfa hjá stafrænu hönnunarstofunni MadPow í Boston, MA. Þar vann hún fjölda verkefna fyrir stórfyrirtæki í heilbrigðis-, menntunar- og fjármálaiðnaði og leiddi teymi í verkefnum sem voru allt frá því að móta stafræna stefnu fyrirtækja til endurhönnunar á stafrænni þjónustu.
Fyrir utan að starfa við stafræna hönnun, hefur Magga Dóra kennt tölvunarfræðinemum við HÍ og HR notendamiðaða hönnun og upplifunarhönnun nánast sleitulaust frá 2003.
Halla
Stafrænn ráðgjafi
Halla hefur unnið að stafrænni þróun síðan í dot-com bólunni um aldamótin í London, Englandi, þar sem hún starfaði við vefþróun hjá stafrænu tímariti, og vefsíðugerð fyrir ýmis fyrirtæki. Leið hennar lá til Proteus, sprotafyrirtækis í fjölmiðla- og fjarskiptageiranum í Bandaríkjunum þar sem hún var viðskiptastjóri fyrir Disney og THQ Wireless, meðal annarra. Eftir heimkomu 2008 hefur hún tekið að sér þróunarstjórn vefdeildar Nova, viðskipta- og markaðsstjórn fyrir Hugsmiðjuna og stýrt vef Háskólans í Reykjavík.
Reynsla hennar er víðtæk og í gegnum árin hefur hún einnig séð um upplýsingahönnun og
-högun, verkefnastjórn sem og þarfagreiningar og stefnumótun.
Mennsk. ráðgjöf
Mennsk ráðgjöf nálgast öll verkefni útfrá því hverja þau snertir. Hvort sem það eru viðskiptavinir sem nýta sér stafrænar lausnir eða starfsfólk sem styður við lausnirnar. Öll ný vöruþróun hefur í för með sér breytingar fyrir þá sem taka þátt í að þiggja og veita þjónustuna. Með aðferðafræði hönnunarhugsunar (design thinking) og áralanga reynslu að vopni er engin breyting eða nýþróun of flókin til að ekki er hægt að koma henni á með samvinnu hagaðila.
Mennsk ráðgjöf var stofnuð 2020 sem byggir á meira en 20 ára reynslu við stafræna vöruþróun hérlendis og erlendis. Mennsk ráðgjöf nýtur stuðnings og snilldar frábærra sérfræðinga sem kallaðir eru til þegar verkefnin þarfnast þeirra.
Hildur Björg
Stafrænn hönnuður
Berglind Ósk
Notendamiðaður textasmiður
SJÁ - óháð ráðgjöf
Notendarannsóknir
Stafræn stefnumótun
Og fleiri...
Öryggi, aðgengi, vefun, forritun, skjáhönnun...
Umsagnir
Hildur Sveinsdóttir,
deildarstjóri viðskiptatengsla
Magga Dóra kom með mjög faglega og sterka sýn á verkefnið sem hún vann með okkur. Verkefnið einkenndist af jákvæðum samskiptum, skipulögðum vinnubrögðum og færni við að stíga inn í margslungið verkefni ásamt því, sem er ekki síður mikilvægt, að miðla þeirri þekkingu og reynslu sem hún hefur aflað sér í sínum störfum. Allt þetta nýttist okkur vel í vegferðinni við að sýna frumkvæði í þjónustu, koma til móts við þarfir viðskiptavina okkar og umfram allt viðhalda ánægju þeirra.
Sigurjón Pálsson, framkvæmdastjóri
Einn af styrkleikum PayAnalytics er hversu auðvelt er fyrir notandann að átta sig á því hvað á að gera án þess að fletta stöðugt upp í handbókinni eða láta kenna sér það. Mennsk ráðgjöf lék lykilhlutverk í því að koma okkur á þann stað.
Tinna Traustadóttir, frkvstj
Sölu og þjónustu
Ráðgjöf [Mennskrar] við þverfagleg teymi innan fyrirtækisins hefur verið ómetanleg. Í flóknum verkferlum sem snerta marga hagaðila, innanhúss sem utan, hefur Magga Dóra ekki aðeins fram að færa tæknilega færni og sannreyndar “Design Thinking” aðferðir heldur nær einnig að lesa í aðstæður hverju sinni. Þannig hefur samvinnan við hana stuðlað að því að ólík sjónarmið í teyminu fái þann hljómgrunn sem nauðsynlegt er og útkoman verður eins og best verður á kosið.
Dagný Laxdal, sviðsstjóri Viðskiptalausnasviðs
Fumlaus fagmennska og mikil þekking skilaði okkur á betri stað til að forgangsraða, taka ákvarðanir, fá meiri innsýn og mæta okkar notendum betur.
Við erum ennþá að vinna með endurgjöfina frá henni.
Mæli með.
Sigurjón Ólafsson, sviðsstjóri Þjónustu- og þróunarsviðs
Hafnarfjarðarbær vinnur að stafrænni umbreytingu í þjónustu bæjarins. Forsenda árangurs á þeirri leið er að hafa skýrt skilgreinda ferla þar sem leið notandans er vörðuð og tækifæri greind til að bæta þjónustu og stjórnsýslu bæjarins. Það hefur verið ómetanlegt að eiga Mennska ráðgjöf að og þá reynslu sem þar býr í þessum verkefnum. Ráðgjöfin er allt í senn árangursrík, fagmannleg og úrræðagóð. Og samskiptin sérlega ánægjuleg.
Anna María Einarsdóttir,
Vefstjóri
Háskóli Íslands vinnur að endurbótum á vefsvæðum skólans. Eftir meðmæli annarra vefstjóra fengum við Mennsk til liðs við okkur og sjáum ekki eftir því. Þekking Möggu Dóru og Höllu á vefmálum er yfirburðar góð og fagmennska framúrskarandi. Þær eru ósparar á að miðla þekkingu sinni og samvinnan er í senn gefandi og skemmtileg. Ég get hiklaust mælt með samstarfi við Mennsk.