Þjónusta

Mennsk ráðgjöf nálgast öll verkefni út frá sjónarhóli þess sem mun verða fyrir áhrifum tækninnar. Við leggjum okkur fram við að skilja hver þörfin er og móta lausnina þannig að hún skapi sem mest virði svo tekið verði á móti henni opnum örmum. Þannig minnkum við gríðarlega sóun í tæknilegri uppbyggingu og innleiðingu.

 

Magga Dóra

Stafrænn hönnunarleiðtogi

Um Mennsk.

Mennsk ráðgjöf nálgast öll verkefni útfrá því hverja þau snertir. Hvort sem það eru viðskiptavinir sem nýta sér stafrænar lausnir eða starfsfólk sem styður við lausnirnar. Öll ný vöruþróun hefur í för með sér breytingar fyrir þá sem taka þátt í að þiggja og veita þjónustuna. Með aðferðafræði hönnunarhugsunar (design thinking) og áralanga reynslu að vopni er engin breyting eða nýþróun of flókin til að ekki er hægt að koma henni á með samvinnu hagaðila.

Mennsk ráðgjöf er einnar konu ráðgjafastofa sem stofnuð var 2020 en byggir á meira en 20 ára reynslu Möggu Dóru Ragnarsdóttur við stafræna vöruþróun hérlendis og erlendis.

 

 

Umsagnir

Greinar

Tölum saman!

Heldurðu að við gætum unnið vel saman og náð árangri?
Þá skulum við tala saman.