Þjónusta
Mennsk ráðgjöf nálgast öll verkefni út frá sjónarhóli þess sem mun verða fyrir áhrifum tækninnar. Við leggjum okkur fram við að skilja hver þörfin er og móta lausnina þannig að hún skapi sem mest virði svo tekið verði á móti henni opnum örmum. Þannig minnkum við gríðarlega sóun í tæknilegri uppbyggingu og innleiðingu.
Magga Dóra
Stafrænn hönnunarleiðtogi
Magga Dóra er með bakgrunn í sálfræði og tölvunarfræði og hefur unnið við stafræna þróun frá því fyrir aldamót. Eftir að hafa leitt stafræna þjónustu og innri viðmót hjá Símanum réð hún sig til starfa hjá stafrænu hönnunarstofunni MadPow í Boston, MA. Þar vann hún fjölda verkefna fyrir stórfyrirtæki í heilbrigðis-, menntunar- og fjármálaiðnaði og leiddi teymi í verkefnum sem voru allt frá því að móta stafræna stefnu fyrirtækja til endurhönnunar á stafrænni þjónustu.
Fyrir utan að starfa við stafræna hönnun, hefur Magga Dóra kennt tölvunarfræðinemum við HÍ og HR notendamiðaða hönnun og upplifunarhönnun nánast sleitulaust frá 2003.
Um Mennsk.
Mennsk ráðgjöf nálgast öll verkefni útfrá því hverja þau snertir. Hvort sem það eru viðskiptavinir sem nýta sér stafrænar lausnir eða starfsfólk sem styður við lausnirnar. Öll ný vöruþróun hefur í för með sér breytingar fyrir þá sem taka þátt í að þiggja og veita þjónustuna. Með aðferðafræði hönnunarhugsunar (design thinking) og áralanga reynslu að vopni er engin breyting eða nýþróun of flókin til að ekki er hægt að koma henni á með samvinnu hagaðila.
Mennsk ráðgjöf er einnar konu ráðgjafastofa sem stofnuð var 2020 en byggir á meira en 20 ára reynslu Möggu Dóru Ragnarsdóttur við stafræna vöruþróun hérlendis og erlendis.
Umsagnir







